Yfirvöld í Frakklandi hafa nú fært í lög að sígarettupakkningar megi ekki bera merki fyrirtækisins sem framleiddi þær. Sagt er frá þessu í frétt Guardian.

Ríkisstjórn Frakklands, sem samanstendur af sósíalistaflokknum og græna flokknum þarlendis, hefur fært í lög að pakkningarnar verði auðar, ómerktar, og með sömu leturgerðinni. Þannig verði ekki hægt að greina þær í sundur nema textinn sé lesinn.

Sígarettuframleiðandanum verður leyfilegt að merkja pakkann með nafni fyrirtækisins, en aðeins eins og fyrr segir í samræmdri og smárri leturgerð á annars auðum pakkningunum.

Lögin taka formlega gildi í maí 2016. Ákvörðuninn á að hafa þau áhrif að minnka reykingar, en um það bil 25% Frakka reykja - og rúmur þriðjungur táninga hefur tekið upp siðinn.

Það er ekki lengra síðan en í nóvember sem borgarstjórn Parísar lagði á bann við því að kasta sígarettustubbum á jörðina. Stubbasóðaskap varðar sekt upp á einhverjar 68 evrur.