*

mánudagur, 1. júní 2020
Innlent 30. október 2013 12:12

Bann við innflutningi á kjöti andstætt EES-samningi

Óréttmætar viðskiptahindranir felast í því að banna innflutning á fersku og unnu kjöti hingað frá Evrópu, að mati ESA.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Bann við innflutningi á ferskum og unnum kjötvörum hinga til lands frá öðrum ríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu brýtur í bága við EES-samninginn og fela þær í sér óréttmætar viðskiptahindranir, samkvæmt niðurstöðu ESA, eftirlitsstofnun EFTA. ESA hefur sent íslenskum stjórnvöldum áminningarbréf vegna málsins.

Það voru Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) sem sendu þann 6. desember árið 2011 kvörtun til ESA vegna innleiðingar íslenskra stjórnvalda á reglugerð Evrópusambandsins (ESB)  um almennar meginreglur og kröfur samkvæmt lögum um matvæli, um stofnun Matvælaöryggisstofnunar Evrópu og um málsmeðferð vegna öryggis matvæla. 

Tæpt er á ferli málsins í tilkynningu frá SVÞ að í máli ESA kemur m.a. fram að matvælalöggjöfin samræmi heilbrigðiseftirlit með dýrum innan EES-ríkjanna og samkvæmt fjölmörgum dómafordæmum Evrópudómstólsins og EFTA-dómstólsins á sviðum samræmdrar löggjafar, geti aðildarríki ekki stuðst við 13. gr. EES-samningsins er m.a. lýtur að vernd lífs og heilsu manna eða dýra, til að réttlæta frávik frá samræmdri löggjöf. Þá telur ESA að íslenskar reglur séu ekki í samræmi við 18. gr. EES-samningsins, þar sem þær feli í sér óréttmætar viðskiptahindranir.

Stikkorð: ESA Eftirlitsstofnun EFTA Kjöt