Það stefnir í frekari mótmæli í Frakklandi eftir að forseti landsins tók til baka ákvörðun um að banna mótmæli verkalýðsfélaga við umbótum á vinnumarkaðslöggjöf landsins.

Sósíalisti segir mótmælaréttinn mikilvægan

Hollande forsætisráðherra landsins, kemur úr flokki sósíalista sem nýtur almennt stuðnings verkalýðsfélaga landsins, en þeim þykir aðgerðir ríkisstjórnarinnar vera svik.

Vísuðu þau í orð hans úr kosningabaráttunni þar sem hann segir það vera einu raunverulegu réttindin sem lýðveldið gæfi fólki væri rétturinn til að mótmæla ef fólk vildi breytingar, og mótmæla eins mikið og til þyrfti.

Of vinsamleg löggjöf gagnvart viðskiptalífinu

Verkalýðsfélögin mótmæla umbótum á vinnumarkaðslöggjöfinni sem þeim þykja vera of vinsamlegar gagnvart atvinnurekendum. Lögreglan í París sagði í morgun að þeir neyddust til að banna mótmælagöngu í borginni á fimmtudag, eftir að átök brutust út milli lögreglu og mótmælenda á vegum verkalýðsfélaganna í síðustu viku.

Komust leiðtogar verkalýðsfélaganna og lögreglan að samkomulagi um gönguleið mótmælanna en upphaflega bannaði lögreglan gönguna og vildi frekar að mótmælin yrðu staðbundin.