Stjórnlagadómsstóll Perú hefur úrskurðað að atvinnurekendum þar í landi sé ekki heimild að reka starfsmenn fyrirtækja fyrir að mæta ölvaðir í vinnuna.

Stjórnvöld í Perú eru þó misánægð með dóminn þar sem hann er talinn geta valdið slæmu fordæmi.

Málavextir eru þeir að húsverðinum Pablo Cayo, sem starfaði í ráðhúsi Chorillos borgar í Perú var sagt upp störfum fyrir að vera kenndur í vinnunni.

Nú hefur stjórnlagadómsstóll Perú sem fyrr segir úrskurðar uppsögnina ógilda og skipað borgaryfirvöldum að ráða Cayo aftur. Í úrskurði dómsstólsins kemur fram að þrátt fyrir að hafa mætt ölvaður í vinnuna hafi Cayo ekki móðgað, sært eða unnið neinum tjón með „ástandi“ sínu.

Þá sagði Fernando Calle, forseti dómsstólsins að ekki standi til að breyta úrskurðinum þrátt fyrir óánægju ríkisstjórnarinnar.