Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur bannað starfsfólki sínu að nota samfélagsmiðilinn TikTok til þess að tryggja gagnavernd framkvæmdastjórnarinnar og draga úr hættu á mögulegum netárásum, að því er segir í tölvupósti til starfsmanna sem Financial Times hefur undir höndum.

Framkvæmdastjórnin skipaði starfsfólki sínu í dag að fjarlægja sem fyrst smáforrit TikTok af tækjum sínum sem innihalda einnig forrit Evrópusambandsins.

Starfsfólki hefur verið tjáð að frá og með 15. mars verða smáforrit á borð við Skype for Business og innra tölvupóstkerfi framkvæmdastjórnarinnar ekki aðgengileg á tækjum sem innihalda einnig TikTok forritið.

Í umfjöllun FT segir að bannið endurspegli ótta vestrænna ríkja að samfélagsmiðilinn, sem er í eigu kínverska félagsins ByteDance, gæti verið nýttur til að sækja gögn um fólk og deila upplýsingunum með kínversku ríkisstjórninni. Stjórnvöld í Bretlandi og Bandaríkjunum hafa innleitt sambærilegar reglur.

TikTok segir að bann framkvæmdastjórnarinnar hafi ollið sér vonbrigðum og að samfélagsmiðilinn telji að ótti þess sé ekki á rökum reistur.