Nýir rafmagnsbílar munu þurfa að gefa frá sér falskt vélarhljóð samkvæmt nýjum reglum Evrópusambandsins sem tóku gildi í gær. BBC greinir frá . Rafmagnsbílar eru mun hljóðlátari en bensínbílar sem hefur valdið gangandi vegfarendum vandræðum, sér í lagi blindum og sjónskertum.

Kvikna á á hljóði, sem líkir eftir hefbundnu vélarhljóði, þegar bílar bakka eða fara á minna en 19 kílómetra hraða á klukkustund. Það eru þær aðstæður þar sem bílarnir eru taldir vera líklegastir til að vera í kringum gangandi vegfarendur. Bíleigendur munu þó geta slökkt á hljóðinu telji þeir þörf á því.

Góðgerðasamtökin Guide Dogs fagna breytingunum en segja að rafmagnsbílar ættu alltaf að gefa frá sér vélarhljóð þegar þeir eru á ferð samkvæmt frétt BBC um málið.

Frá og með árinu 2021 munu allir rafmagnsbílar, en ekki bara nýir bílir eiga að gefa frá sér vélarhljóð.