Facebook hefur þvertekið fyrir áætlanir tryggingarfélags um að skoða Facebook-aðgang ungra viðskiptavina til að meta hversu öruggir ökumenn þeir væru. Þetta kemur fram í frétt BBC.

Fyrirtækið Admiral hugðist nota Facebook ungmenna sem mælistiku yfir það hversu áreiðanlegir ökumenn einstaklingar reyndust. Ef að ungmennin virtust nokkuð skynsöm og áreiðanleg, yrði þeim boðið afsláttur af tryggingum. Admiral vildi meðal annars nota Facebook-aðgang viðkomandi og taka mið af því sem aðilinn hafi lækað og sett á Facebook síðuna sína til að meta aksturslag.

Daginn sem að þessi nýjung átti að fara í loftið, þá lagði Facebook blátt bann á þessa tilhögun og sagði hópur sem berst fyrir persónuvernd að hugmyndin væri óviðeigandi og bryti á bága við almennt velsæmi hvað persónuvernd varðar.