Fjárfestingarbankinn Merill Lynch hefur bannað viðskiptavinum og fjármálaráðgjöfum sínum að stunda viðskipti með bitcoin en bankinn telur rafmyntina ekki búa yfir nægjanlegum gæðum fyrir fjárfestingareign að því er kemur fram á vef The Wall Street Journal.

Bannið heyrir til allra reikninga hjá bankanum og þeirra 17.000 fjármálaráðgjafa sem starfa fyrir hann. Þeir megi hvorki kynna bitcoin tengd fjárfestingartækifæri fyrir viðskiptavinum og væntanlegum viðskiptavinum heldur mega þeir heldur ekki framkvæma viðskipti með bitcoin ef viðskiptavinir biðja sérstaklega um það. Bannið kemur í framhaldi af öðru banni innan bankans, sem heyrði til viðskipta framtíðarsamninga um bitcoin.