*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Erlent 16. júní 2015 13:32

Bannað að herma eftir Lego

Lego hefur áfram einkaleyfi á sínum margfrægu gulu fígúrum.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Evrópudómstóllinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að lögun hinna frægu Lego-kalla sé höfundarréttarvarin og ekki megi herma eftir þeim.

Samkeppnisaðilinn Best-Lock, sem býr til svipuð leikföng og Lego, barðist gegn tilraun danska leikfangaframleiðandans til að fá einkaleyfi á gerð hinna frægu gulu leikfangakalla. Evrópudómstóllinn hefur nú dæmt Lego í vil.

Lego er næst stærsti leikfangaframleiðandi heims og fékk einkaleyfi á ákveðna hönnun árið 2000. Best-Lock hélt því fram að lögun litlu Lego kallanna réðist af þeirri staðreynd að þau væru leikföng sem festa þurfti saman úr nokkrum hlutum. Þess vegan væri einkaleyfið ógilt.

Evrópudómstóllinn vildi þó meina að hönnun Lego kallanna réðist ekki af því að hægt væri að festa þá við aðra kubba. Því verður lögun þeirra áfram höfundarréttarvarin.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Lego þarf að berjast í evrópskum réttarsal. Árið 2010 tókst kanadíska samkeppnisaðilanum Mega Bloks að koma í veg fyrir að Lego gæti fengið einkarétt á rauðum kubbi.

Stikkorð: Lego
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is