Banni við skortsölu á bréfum um 950 hlutafélaga í Bandaríkjunum var framlengt í gær.  Bannið gildir nú til 17. október næstkomandi en bannið var fyrst lagt á fyrir tveimur vikum.

Reglur um skortsölu hafa víða verið hertar í kjölfar erfiðra markaðsaðstæðna.

Skortsala kallast það þegar seljandi verðbréfa á þau ekki en fær þau lánuð gegn skuldbindingu um að kaupa þau aftur og skila þeim. Lækki verð bréfanna í millitíðinni, fæst hagnaður af viðskiptunum þar sem bréfin eru keypt aftur á lægra verði en þau voru seld á upphaflega.

Telja margir að aukin reglusetning tengd skortsölu muni að einhverju leyti lifa til frambúðar.