Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur uppfært lista yfir þau flugfélög sem ekki fá leyfi til að fljúga innan sambandsins. Listinn er uppfærður ársfjórðungslega og gerir framkvæmdarstjórnin það í samráði við aðildarríki, segir í tilkynningu. Flugfélögin sem lenda á listanum eru starfrækt undir þeim öryggismarkmiðum sem

Evrópusambandið setur um flugsamgöngur. Meðal helstu breytinga sem gerðar hafa verið í tengslum við listann er að aukið verður eftirlit með þeim flugfélögum sem fljúga mikið í Evrópu, segir í tilkynningunni.

Tveimur flugfélögum, frá Úganda og Kenýa, hefur verið bætt á listann, en öryggisráðstöfunum flugfélagana þykir verulega ábótavant. Einnig hefur öllum skráðum flugfélögum í Kirgistan verið meinað að fljúga innan Evrópusambandsins, en þau eru 27 talsins, en viðkomandi yfirvöld þar hafa ekki nægt eftirlit með þeim að mati framkvæmdarstjórnarinnar.

68 flugfélög sem áður voru á listanum hafa hætt starfsemi og voru því tekin af listanum, en þau voru frá Kongó, Líberíu, Sierra Leone og Swazílandi. Flest starfandi flugfélög í löndunum eru þó enn á listanum.