Bréf, sem fyrrverandi forstjóri hópkaupafyrirtækisins Groupon sendi starfsfólki fyrirtækisins í gær, hefur vakið töluverða athygli. Bréfið hefst á orðunum: „Eftir fjögur og hálft erfið en æðisleg ár sem forstjóri Groupon hef ég ákveðið að ég vilji eyða meiri tíma með fjölskyldunni. Bara grín - ég var rekinn í dag.“

Í bréfinu útlitstar Andrew Mason helstu ástæður þess að hann var látinn fara, þar á meðal sú staðreynd að síðustu fjórðunga hefur fyrirtækið ekki náð markmiðum stjórnenda og að hlutabréfaverð Groupon er nú um fjórðungur þess sem það var við skráningu.

Bréfið má lesa í heild sinni á vef BBC .