*

miðvikudagur, 23. september 2020
Innlent 3. ágúst 2020 16:03

Bara skilað hagnaði fyrsta árið á Íslandi

Ísland er eina landið þar sem Storytel hefur skilað hagnaði á fyrsta starfsárinu.

Ingvar Haraldsson
Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi.
Aðsend mynd

Í fjárfestakynningu Storytel sem birt var fyrr á þessu ári kom fram að Ísland væri eina landið þar sem Storytel var farið að skila hagnaði innan eins árs. Hljóðbókaútgáfa Storytel hóf starfsemi í febrúar árið 2018. Það ár skilaði Storytel Iceland ehf. 5,5 milljóna króna hagnaði með veltu upp á tæpar 200 milljónir króna.

Árið 2019 nam velta félagsins hér á landi 554 milljónum króna og hagnaður þess um 20 milljónir króna.  Í ársreikningnum kemur fram rekstrargjöld hafi numið 534 miljónum króna. Þar af var vörunotkun 408 milljónir króna. Félagið greiddi 250 milljónir í höfundarréttargreiðslur en 150 milljónir króna í erlenda þjónustu. Kaup Stortytel á 70% hlut í Forlaginu, stærstu bókaútgáfu landsins, hafa reynst umdeild hér á landi. Rithöfundar óttast að Storytel komist í hálfgerða einokunarstöðu á íslenskum bókamarkaði og muni hlunnfara rithöfunda. Rithöfundasamband Íslands gaf frá sér yfirlýsingu eftir kaupin þar sem kom fram að félagið vantreysti Storytel.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér


Stikkorð: Storytel