Þetta er alveg að detta í það,“ segir Halldór Eldjárn, meðlimur í hljómsveitinni Sykur, um hvort hljómsveitarmeðlimir geti orðið lifað á tónlistinni einni. Hljómsveitin Sykur tók til starfa í lok maí 2008 og stofnuðu þau 20. mars síðastliðinn félag um starfsemina. Félagið Sykur sf. kemur til með að standa straum af kostnaði og greiða hljómsveitinni laun.

Halldór segir að það hafi alltaf staðið til að stofna félag um starfsemina og nú hafi þau látið slag standa. „Við höfum ekki greitt okkur laun ennþá enda full laun fyrir fjóra einstaklinga mikill peningur. En þetta er allt að koma,“ segir Halldór.

Halldór segir að í sumar muni hljómsveitin taka til við að semja nýja tónlist. „Eftir að við gáfum út plötuna um síðustu jól höfum við komið mikið fram. En það er náttúrlega bara svo gaman að semja tónlist. Svo nú förum við að hittast og leika okkur aðeins, sjá hvað gerist.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.