Bandaríska tímaritið Time hefur útnefnt Barack Obama, nýkjörinn forseta Bandaríkjanna sem mann ársins.

Í tilkynningu tímaritsins í dag kemur fram að kjör Obama hafi markað tímamót þar sem Obama sé fyrsti blökkumaðurinn sem kjörinn er forseti Bandaríkjanna. Þá segir einnig að Obama sé lifandi dæmi um að allt sé mögulegt í Bandaríkjunum.

Í sérblaði TIME verður fjallað um feril Obana, sem blaðið telur hafa haft mest áhrif í heiminum á því ári sem nú er að líða.

Þá hefur verið greint frá því að meðal þeirra sem komu til greina komu voru Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti, Sara Palin, varaforsetaefni repúblikana, kínverski kvikmyndaleikstjórinn Zhang Yimou, Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna og Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands.