Barack Obama, forsetaframbjóðandi demókrata var nótt kosinn 44. forseti Bandaríkjanna með um 52% atkvæðan og verður þar með fyrsti blökkumaðurinn til að setjast í stól forseta.

Mótframbjóðandi hans, John McCain fékk tæp 47% atkvæða.

Obama náði forystu fljótlega eftir að tölur fór að berast og þegar ljóst var að hann myndi vinna fylki á borð við Ohio og Flórída var sigurinn svo að segja vís.

Obama mun sverja embættiseið þann 20. janúar næstkomandi. Hans biður nú það verkefni að leiða Bandaríkjamenn út úr þeirri krísu sem nú ríkir á fjármálamökuðum, binda endi á stríðið í Írak auk þess að gera þær breytingar á stjórnsýslunni sem hann sjálfur hefur talað fyrir.

Þá náðu Demókratar einnig að tryggja sér áframhaldandi meirihluta í báðum þingdeildum Bandaríkjaþings.

Í öldungadeildinni verða Demókratar með 54 öldungadeildarþingmenn en í fulltrúadeildinni verða þingmennirnir 248 talsins, en 218 þarf til að ná meirihluta.

Kosningabaráttan hefur að sögn fjölmiðla vestanhafs verið sú dýrasta og lengsta sem sést hefur.