*

föstudagur, 27. nóvember 2020
Innlent 24. júní 2015 10:59

Baráttan hörð í WOW Cyclothon

Fjögur lið skiptast á að leiða hjólreiðakeppni Wow air. Þau eru nú komin austur fyrir Mývatn.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

 Liðin Átján bláir, ERGO, Team Cube og Team SSGólf skiptast nú á að leiða hjólreiðakeppni Wow air, WOW Cyclothon, í A flokki keppninnar þar sem fjórir eru í liði. Í B flokki, þar sem 10 liðsmenn mega hjóla, hefur Örninn TREK forystuna, en HER Ungliðar eru þar skammt á eftir.

Liðin eru öll komin austur fyrir Mývatn og nálgast Egilsstaði. Team Cube er fremst í augnablikinu en hin liðin fylgja fast á hæla þess. Í einstaklingskeppninni er Matthias Ebert fremstur en skammt á eftir honum er Eiríkur Ingi Jóhannsson. Þeir eru á svipuðum slóðum og fremstu liðin.

MP banki er hins vegar sem fyrr fremstur í áheitasöfnuninni og hefur safnað 448.500 krónum. Kríurnar hafa skotist upp í 2. sæti síðan í gærkvöldi og hafa safnað 337.000 krónum, en í 3. sæti er TeamScania með 322.000 krónur.

Hægt er að fylgjast með öllum keppendum á Íslandskorti keppninnar.

Stikkorð: Wow air WOW Cyclothon