Íranar ganga til þingkosninga á föstudaginn. Kjósendur hafa mestar áhyggjur af efnahagsástandinu, en verðbólga og atvinnuleysi hefur aukist í valdatíð Mahmoud Ahmadinejad, Íransforseta. Umbótasinnuð stjórnmálaöfl eru á undanhaldi í írönskum stjórnmálum og stendur því kosningabaráttan á milli pragmatískra íhaldsmanna og harðlínuafla sem fylgja Ahmadinejad að málum.

Því verður ekki haldið fram að íranska þingið, eða Majlis, sé sambærilegt öðrum löggjafarsamkundum í Miðausturlöndum sem gegna aðeins því hlutverki að stimpla þau lög sem ríkisstjórnin setur. Íranska löggjafarþingið er bæði flókin og margslungin samkunda og þingkosningarnar næstkomandi föstudag munu varpa ljósi á það hversu erfitt það er að skilgreina stjórnarfarið í Íran: Kosningarnar verða seint taldar frjálsar eða sanngjarnar, en frambjóðendurnir eru aftur á móti ekki einsleitir og kosningabaráttan á milli stjórnmálaflokka getur orðið harðvítug.

Nánar er fjallað um málið í úttekt Viðskiptablaðsins í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .