Dr. Jordan B. Peterson, prófessor í sálfræði við Háskólann í Toronto, mun halda fyrirlestur í Silfurbergi í Hörpu, þann 4. júní næstkomandi, undir yfirskriftinni Tólf lífsreglur: Mótefni gegn óreiðu og er þegar hægt að kaupa miða á heimasíðu Hörpu .

Hann hefur orðið frægur fyrir fyrirlestra sína þar sem hann hefur stutt forna speki með tilvísunum í nútímarannsóknir og kenningar í sálfræði, en einnig hefur hann orðið umdeildur vegna baráttu sinnar fyrir málfrelsi í heimalandi sínu Kanada.

Þar hefur verið gengið einna lengst í lagasetningum um hvað má og á að segja á opinberum vettvangi og hvað ekki, sem Dr. Jordan Peterson segir takmarki möguleikann til að finna lausnir við vandamálum nútímans.

Prófessorinn er einn þeirra mest lesnu sem svara á spurningavefnum Quora, sérstaklega þegar kemur að málefnum uppeldis og menntunar, hann hefur tugmilljóna áhorf á youtube síðu sinni og fjölmarga fylgjendur á Twitter og facebook.

Um fyrirlesturinn

Hvað getur taugakerfi venjulegs humars sagt okkur um að rétta úr okkur og um árangur í lífinu? Af hverju vegsömuðu fornegyptar hæfileikann til að fylgjast með sérstaklega? Hvaða skelfilega veg kemst fólk á þegar það fyllist biturð, hroka og hefndarþorsta? Og af hverju ættirðu alltaf að klappa ketti sem þú hittir úti á götu?

Dr. Jordan Peterson er frægur fyrir að sameina þá visku fornra hefða sem mannskepnan hefur hlotið með harðfylgi og nýjustu rannsóknir vísindanna segir í fréttatilkynningu. Hann setur fram tólf gagnlegar og djúpstæðar lífsreglur – reglur sem allir þurfa að þekkja til að lifa og þrífast í nútímanum á öllum sviðum lífsins segir þar jafnframt.

Um Dr. Jordan Peterson

Dr. Jordan Peterson hefur starfað við uppvask, eldamennsku, býflugnarækt, olíuborun, við sögunarmyllu og járnbrautarteina, sem barþjónn og bensínafgreiðslumaður.

Hann hefur kennt lögmönnum goðafræði, verið ráðgjafi panels aðalritara Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, hjálpað skjólstæðingum sínum að takast á við þunglyndi, áráttu, kvíða og geðklofa, þjónað sem ráðgjafi fyrir eigendur stórra lögmannsstofa, fundið þúsundir upprennandi frumkvöðla í öllum heimsálfum og haldið fyrirlestra víða um Norður-Ameríku og Evrópu.

Hann hefur flogið listflugvél, siglt keppnisskútu umhverfis Alcatraz-eyju, rannsakað gíg eftir loftstein í Arizona með geimförum, byggt langhús að hætti frumbyggja Norður-Ameríku á efri hæð heimilis síns í Toronto og verið vígður inn í Kwakwaka'wakw-ættbálkinn á Kyrrahafsströnd álfunnar.

Malcolm Gladwell ræddi sálfræði við hann er hann framkvæmdi rannsóknir fyrir bækur sínar, Norman Doidge er samstarfsmaður hans og vinur, rithöfundurinn Gregg Hurwitz notaði ýmsan lærdóm frá honum í söguþræði alþjóðlegrar metsölubókar sinnar, Orphan X, og hann vann með Jim Ballsillie, fyrrverandi forstjóra Research in motion, að verkefni fyrir aðalritara Sameinuðu þjóðanna.

Umbylti nútímaskilningi á persónuleika

Dr. Peterson hefur birt meira en hundrað vísindagreinar með nemendum og samstarfsmönnum og þannig umbylt nútímaskilningi á persónuleika, auk þess að bylta sálfræði trúarbragða með bók sinni, Maps of Meaning: The Architecture of Belief, sem nú má teljast klassísk.

Sem prófessor við Harvard, var hann tilnefndur til Levinson kennsluverðlaunanna og hann er talinn af nemendur vera einn af þremur prófessorum við Háskólann í Toronto sem breyta lífi nemenda.

Dr. Peterson er á spurningavefnum Quora og hefur þar hlotið einkunnina „mest lesinn“ hvað varðar gildi og reglur í uppeldi og menntun. Hann er með um kvartmilljón fylgjenda á Twitter, og um hundrað þúsund á Facebook.

Youtube-rásin hans hefur yfir 200 myndbönd, hálfa milljón áskrifenda og tugmilljónaáhorf. Fyrirlestrar hans í kennslustofunni um goðsagnir voru notaðir í 13 þátta sjónvarpsþáttaröð á TVO.

Fjallað hefur verið um sjálfshjálparprógramm Dr. Petersons á netinu, sjálfshöfundarsvítuna (Self Authoring Suite) í O: The Oprah Magazine, á CBC útvarpsstöðinni og vefsíðu NPR. Það hefur hjálpað meira en 150.000 manns að vinna úr fortíð sinni og breyta lífi sinni verulega til hins betra.