Breski bankinn Barclays, hyggist loka 54 útibúum í Bretlandi fyrir lok þessa árs að því er kemur fram í frétt Reuters . Aðgerðirnar eru liður í því að draga úr kostnaði en munu á sama tíma draga úr þjónustu við viðskiptavini í landinu.

Þrátt fyrir lokanirnar mun bankinn enn reka um 1.300 útibú í Bretlandi. Samkvæmt talsmanni bankans muni lokanirnar ekki leiða til uppsagna þar sem starfsfólk verður fært á aðrar starfsstöðvar.

Barclays ásamt fleiri bönkum í Bretlandi hefur verið að draga saman útibúanet sitt á sama tíma og viðskiptavinir nýta sér stafræna bankaþjónustu í frekara mæli. RBS bankinn greindi frá því í mars að 180 útibúum í Bretlandi yrði lokað. Þá hafa Lloyds og HSBC einnig greint frá áætlunum um lokanir á yfir 100 útibúum.