Breski bankinn Barclays lagði á dögunum inn pöntun hjá Apple fyrir 8.500 iPad eintök. Þetta er talin vera stærsta einstaka pöntunin á iPad í Bretlands.

Bankinn sagðist hafa skoðað aðrar spjaldtölvur en starfsmenn kröfðust þess að fá iPad. Þetta ku vera liður í áætlun bankans að bæta þjónustu við viðskiptavini sína.

Þetta þykja hins vegar ekki jafn góðar fréttir fyrir Microsoft, sem nýverið setti á markað spjaldtölvuna Surface, sem þykir fyrirtækjavænni en iPad. Flugfélagið Emirates keypti nýlega þúsund HP spjaldtölvur sem keyrðar eru á stýrikerfinu Window 8 en þær eiga að vera notaðar um borð í flugvélunum.