Barclays hefur samþykkt að greiða 100 milljón Bandaríkjadali til 44 bandarískra ríkja vegna rannsóknar á því að breski bankinn hafi staðið í því að reyna að stýra millibankavöxtum, svokölluðum Libor vöxtum.

Höfðu áhrif á millibankavexti

Á árunum 2005 til 2009 stóð bankinn í því ásamt öðrum bönkum að hafa áhrif á millibankavextina sem reiknast út frá meðaltali vaxta sem hver banki þyrfti að greiða ef þeir fengju lánað frá öðrum bönkum.

Fjölmargar fjármálastofnanir nota svo þessa Libor vexti til að stýra sínum vöxtum. Hefur komið í ljós að bankarnir voru að ýta upp eða lækka vextina í samráði til að bæði græða aukalega á viðskiptum sem og til að fegra fjárhagsstöðu sína meðan á efnahagskrísunni stóð.

Töpuðu ýmsar ríkisstofnanir og ýmsar stofnanir á þessu þar sem samningar þeirra voru tengdir millibankavöxtunum, sagði saksóknari New York ríkis, Eric Schneiderman í yfirlýsingu.

Samanlagðar sektargreiðslur nema meira en 9 milljörðum dala

„Það verður að gilda sömu reglur fyrir alla, sama hve rík eða valdamikil þeir eru, það nær einnig til stóru bankanna, og annarra fjármálastofnana sem beita svikum eða reyna að hafa áhrif á markaðinn á ósanngjarnan hátt,“ sagði Schneiderman í yfirlýsingunni.

Kemur þetta í kjölfar viðamikilla rannsókna ríkisstjórna út um allan heim vegna svipaðra mála, og hafa sektargreiðslur samanlagt farið framúr 9 milljörðum dala. Í Lundúnum dæmdi réttur fjóra fyrrum starfsmenn Barclays í allt að sex og hálft ár í fangelsi fyrir að hafa haft áhrif á vextina.

Stærsta sekt sögunnar

Árið 2012 var Barclays sektað um 290 milljón pund, sem þá var stærsta sekt sem bresk og bandarísk stjórnvöld hafa lagt á nokkuð fyrirtæki, eftir að fyrirtækið viðurkenndi að hafa lagt fram falskar tölur um millibankaviðskipti í Lundúnum og Evrópu.

Þremur árum seinna samþykkti bankinn að borga 60 milljón dali í auknar greiðslur. Að auki samþykkti bankinn að borga 20 milljón dali árið 2014.

Rannsókn ríkjanna leiddi í ljós að á árunum 2007 til 2009 sögðu stjórnendur í Barclays þeim sem gáfu út vextina að lækka þá „til að forðast að Barclays liti út fyrir að vera í fjárhagsvandræðum og þyrfti að borga meira en keppinautar sínir til að fá peninga að láni,“ segir í yfirlýsingunni.