*

laugardagur, 11. júlí 2020
Erlent 23. maí 2018 12:28

Barclays kannar samruna við samkeppnisaðila

Engin formleg né óformleg tilboð hafa þó verið gerð í tengslum við mögulegan samruna.

Ritstjórn
Barclays bankinn
european pressphoto agency

Barclays banki hefur verið að kanna möguleikann á samruna við alþjóðlega samkeppnisbanka þar á meðal Standard Chartered. Þetta kemur fram í Financial Times

Þó hafa engin formleg né óformleg tilboð verið gerð. Stjórnarformaður Barclays, John Farlane, hefur sagt að honum lítist vel á sameiningu við StanChart.

Það hafa þó engar formlegar viðræður átt sér stað við StanChart og óvíst er hvort eitthvað verði af samrunanum. 

Stikkorð: Barclays bankinn