Barclays bankinn breski hefur nú keypt fjárfestingabankahluta Lehman Brothers.

Á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC, segir að Barclays hafi borgað 1,75 milljarða bandaríkjadala fyrir fjárfestingabankahlutann, eða um einn milljarð evra. Barcleys borgaði þannig 250 milljónir bandaríkjadala fyrir starfsemi fjárfestingabankans og 1,5 milljónir fyrir höfuðstöðvarnar sem staðsettar eru í New York.

Ekkert varð af hugsanlegri yfirtöku Barcleys og Bank of America á Lehman Brothers í síðustu viku, sem endaði með gjaldþroti Lehman. Vinna menn nú að því að selja dótturfélög bankans.

Lehman Brothers var, eins og tíðrætt hefur verið, lýst gjaldþrota í síðastliðinn mánudag. Lehman Brothers fjárfestingabankinn var einn sá stærsti á sínu sviði í Bandaríkjunum.

Vonast er til að kaup Barcleys á fjárfestingabankahlutanum tryggi störf u.þ.b. tíu þúsund manna og kvenna sem unnið hafa hjá Lehman.

BBC hefur það eftir stjórnendum Barclays að þeir sjái vaxtarmöguleika í kaupunum sem séu góðar fréttir fyrir hluthafa.