Barclays bankinn reynir nú að safna um 5 milljörðum punda af nýju fjármagni, bæði frá hluthöfum og öðrum. Bankinn mun um helgina ljúka viðræðum við fjóra fjárfesta sem eru liður í þessari áætlun bankans.

Ekki er vitað hvaða fjárfesta Barclays á í viðræðum við, en líklegt er talið að um sé að ræða Kínverska Þróunarbankann, sem á 3% hlut í Barclays, og fjárfestingafyrirtækið Temasek frá Singapúr, sem á 2,1% hlut í Barclays. Þetta kemur fram í frétt Guardian.

Nýir hlutir, sem gætu jafngilt meira en 15% af því fjármagni sem bankinn hefur yfir að ráða núna, verða gefnir út.