Breski bankinn Barclays, mun lenda í einskiptiskostnaði upp á 1,3 milljarð dala á þessu ári vegna umfangsmikilla breytinga Repúblikana á skattkerfinu í Bandaríkjunum að því er kemur fram á vef Bloomberg . Sú upphæð samsvarar 137,5 milljörðum króna íslenskum á gengi dagsins í dag.

Bankinn býst þó við því að skattkerfisbreytingarnar hafi jákvæð áhrif á afkomuna til lengri tíma litið en um er að ræða eiginfjárskerðingu upp á 0,2 prósentustig að því er kemur fram í tilkynningu bankans.

Breytingarnar á skattkerfinu fela í sér að skatturinn mun lækka um 35% í 21% en flest fyrirtæki munu verða fyrir jákvæðum áhrifum af því. Hins vegar er þeim einnig gert að endurreikna skattfrestun af eignum sínum sem mun koma út í einskiptistapi. Aðrir bankar munu því einnig verða fyrir slíkum kostnaði en Bank of America áætlar sinn kostnað nema um 3 milljörðum dala og Credit Suisse áætlar hann um 2,33 milljarða dala.