Breska fjármálaeftirlitið (FSA) hefur sektað breska bankann Barclays um samtals 290 milljónir punda, jafnvirði 36 milljarða króna fyrir að hafa misnotað markað með millibandavexti í London. Þetta á bæði við um svokallaða Libor-vextir og Euribor-vexti.

Í úrskurði FSA segir að brot Barclays séu alvarleg og snerti þau marga yfirmenn í bankanum. Bankastjórinn Bob Diamond og þrír háttsettir stjórnendur bankans greindu frá því í kjölfarið að þeir hafi ákveðið að taka ekki við bónusgreiðslum sem þeir áttu von á vegna málsins.

Barclays þarf að greiða sektina til nokkurra stofnana, þar á meðal bandaríska dómsmálaráðuneytinu og markaðsaðilum.

Sektargreiðslan nú er liður í rannsókn FSA á því sem grunur leikur á að sé víðtæk misnotkun á millibankavöxtum. FSA greindi frá rannsókninni í maí í fyrra og voru þá nokkrir bankar undir smásjánni. Í netútgáfu breska dagblaðsins Guardian segir að FSA hafi varað aðra banka sem hafi verið til rannsóknar að þeir geti sömuleiðis búist við því að fá á sig sekt á næstu dögum.