Nýr yfirmaður breska bankans Barclays ætlar að halda áfram þeim niðurskurði sem hefur verið hjá fyrirtækinu, en nú hefur verið tilkynnt um áætlanir um að segja upp 1.200 starfsmönnum bankans.

Auk þess ætlar bankinn að loka starfstöðvum í fjölda ríkja, aðallega í Asíu. Meðal þeirra ríkja verða Ástralía, Tævan, Suður-Kórea, Indónesía, Malasía, Tæland og Filipseyjar. Bankinn segir að hann muni þó áfram þjónusta þessu löng í gegnum útibú í öðrum löndum. Bankinn ætlar einnig að loka starfstöðvum þess í Rússlandi og þjónusta landið frekar frá London.

Þesar uppsagnir koma til viðbótar þeim 19.000 starfsmönnum sem félagið sagði upp á árunum 2014 og 2015.