Barclays mun þurfa að borga 2,4 milljarða bandaríkjadali eða 312 milljarða íslenskra króna í sektir vegna markaðsmisnotkunar. Af þessum 2,4 milljörðum bandaríkjadala fara 441 milljónir til breska fjármálaeftirlitisins vegna misnotkunar á millibankavöxtum á gjaldeyrismarkaði, svokölluðum LIBOR vöxtum. Þetta kemur fram í frétt Business Inside r.

Barclays átti þátt í ólögmæddu samráði um vextina sem fólst meðal annars í upplýsingagjöf um vextina til samkeppnisaðila og ákvörðun um vaxtastig þeirra. Fjórir aðrir bankar Citicorp, JPMorgan, Barclays and RBS hafa lýst yfir sekt sinni í málinu.

Samskipti milli starfsmanna í Citigroup, JP Morgan, UBS, RBS og Barclays áttu sér stað í netspjalli sem þeir kölluðu "The Cartel". Barclays hefur rekið átta starfsmenn í sambandi við hneykslið. Breska fjármálaráðuneytið sagði í tilkynningu sinni að sektin sé sú hæsta í sögu fjármálaráðuneytisins.

„Í stað þess að takast á við þá augljósu áhættu sem var að myndast í viðskiptum Barclays leyfðu þeir menningu að myndast sem stuðlaði að því að láta hagsmuni bankans koma framar hagsmunum viðskiptavina sinna. Með þessu grófu þeir einnig undir trausti og trúverðugleika breska fjármálakerfisins,“ sagði Georgina Philippou, formaður breska fjármálaeftirlitisins.

Barclays gaf út eftir fyrsta ársfjórðungs uppgjör sitt að þeir myndu nota 1,2 milljarða bandaríkja dala í að rannsaka aðild þeirra að markaðsmisnotkuninni.