Breski bankinn Barclays mun að öllum líkindum greina frá því í næstu viku að hann hafi sett á laggirnar „vondan banka“ og verði þangað fluttar eitureignir, þ.e. lán í vanskilum og slæm eignasöfn. Þetta er fullyrt í breska dagblaðinu Financial Times í dag. Í blaðinu segir að bankinn eigi við rekstraravanda að etja. Skýrasta vísbendingin um vandræðaganginn í bankanum hafi verið þegar yfirmaður Barclays í Bandaríkjunum tók poka sinn í gær.

Blaðið segir tekjur bankans hafa dregist saman og rekstur Barclays á meginlandi Evrópu hafa dregist saman.

Aðstoðarframkvæmdastjóri fjárfestingarsviðs Barclays mun stýra vonda bankanum, að sögn Financial Times.