Breski Barclays bankinn sætir nú rannsókn breska fjármálaeftirlitsins (FSA) en honum er gert að sök að hafa lánað fjárfestum frá Katar, nánar tiltekið al-Thani furstafjölskyldunni fé sem svo var notað til að kaupa hlutafé í bankanum í júní 2008. Með þessu móti tókst Barclays að komast hjá því að þurfa að leita til ríkisins um aðstoð þegar hrunið varð nokkrum mánuðum síðar.

Qatar Holding, fjárfestingafélag Sheikh Hamad bin Jassiim bin Jabr al-Thani, keypti hlutafé í bankanum fyrir alls 6,1 milljarð punda, eða um 1.200 milljarða króna.

Í frétt Financial Times er viðskiptunum líkt við kaup annars meðlims al-Thani fjölskyldunnar í Kaupþingi nokkrum dögum áður en bankinn féll.