Högni Valur Högnason var í síðustu viku ráðinn hönnunar- og hugmyndastjóri (e. Creative Director) hjá H:N Markaðssamskiptum. Högni Valur mun hafa umsjón með hönnunar- og hugmyndastjórnun hjá fyrirtækinu sem og skipulags- og framkvæmdamálum. „Ég er í raun ráðinn sem hönnunarstjóri og nýja starfið leggst bara mjög vel í mig,“ segir Högni um nýju vinnuna.

Aðspurður um áhugamál segir Högni að fyrir utan að vera með fjölskyldunni sé vinnan eitt stærsta áhugamálið. „Vinnan er að vissu leyti eitt af mínum áhugamálum eða kannski frekar grafísk hönnun sem slík. Ég fylgist vel með hvað er í gangi hér heima og fyrir utan landsteinana og ég er mjög virkur í senunni á Íslandi.“ Til þess að fá útrás milli vinnustunda stundar Högni svo bardagaíþróttir. „Ég stunda brasilískt jiu jitsu hjá Mjölni og er núna búinn að æfa þar í næstum því fimm ár. Ég fer á æfingar nokkrum sinnum í viku og hef líka keppt í greininni á mótum innan félagsins.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .