Gengi Icelandair hefur hækkað um 0,71% það sem af er degi í 173 milljóna viðskiptum. Gengi félagsins er nú 21,3. Icelandair er annað tveggja félaga sem hækkað hafa í virði í viðskiptum dagsins í dag.

Fréttir um helgina að um líklegt gos í Bárðarbungu hafa því ekki haft nokkur áhrif á gengi félagsins. Í viðtali við Ríkisútvarpið á laugardaginn sagði Kristín Jónsdóttir, fagstjóra jarðvár á Veðurstofu Íslands. Kristín sagði að erfitt væri að segja til um á þessari stundu hvar eða hvenær næsta gos yrði.

„Það er alveg ljóst að Bárðarbunga er farin af stað. Þetta er hrinukennd virkni og það er hafið tímabil aukinnar virkni í Bárðarbungu þannig að það eru mestar líkur á að það verði fleiri gos þarna í kjölfarið.“ sagði Krístín.

Kristín sagði jafnframt að sór hluti af eldstöðvakerfinu er undir jökli þannig að það eru miklar líkur á því að það verði gos undir jökli með tilheyrandi öskufalli og flóðum.