Barein hefur nú slitið stjórnmálasambandi við Íran. Fyrr í dag var greint frá því að Sádí-Arabía hefði einnig slitið stjórnmálasambandi við ríkið.

Barein er almennt mjög hliðhollt Sádí-Arabíu, en ákvörðun Barein var tekin eftir að ráðist var á og kveikt í sendiráði Sádí-Arabíu í Tehran í Íran um helgina. Ráðist var á sendiráðið eftir að Sádí-Arabía tók af lífi klerkinn, Nimr al-Nimr, en hann hafði skipulagt mótmæli gegn stjórnvöldum í Sádí-Arabíu árið 2011.

Utanríkisráðherra Íran hefur sakað Sáda um að nýta sér ástandið til að ala á sundrungu auka við þá spennu sem er þegar á svæðinu.