*

sunnudagur, 9. ágúst 2020
Erlent 10. júlí 2020 12:54

Barist um að bjarga Brooks

Eftir að Brooks Brothers sótti um greiðslustöðvun hafa tvö félög lýst yfir áhuga að bjarga rekstri þess.

Ritstjórn
Verslun Brooks Brothers Illinois, Bandaríkjunum.
epa

Fataframleiðandinn Brooks Brothers óskaði á miðvikudag síðastliðinn eftir greiðsluskjóli en rekstur félagsins hefur orðið fyrir miklum áhrifum sökum heimsfaraldursins. Nú þegar hafa tvö fatafyrirtæki lýst yfir áhuga sínum að kaupa Brooks samkvæmt heimildum The Wall Street Journal.

Félögin Sparc Group LLC og WHP Global vilja bæði halda búðum Brooks áfram í rekstri og því ekki miklar breytingar í vændum ef salan á sér stað. 

Ásamt því að keppast um yfirtöku á Brooks hafa bæði félögin boðið Brooks lánsfjármagn en Brooks fékk um 75 milljón dollara lán frá WHP en Sparc hyggst bjóða félaginu enn stærra lán.

Stikkorð: Brothers Brooks