Forsvarsmenn 365 miðla og Skjásins bíða spenntir eftir niðurstöðum úr útboði ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Á þriðjudag fyrir rúmri viku var tilboðum í útsendingarrétt til þriggja ára skilað inn og má búast við niðurstöðunum á allra næstu dögum. Þegar hafa niðurstöður borist til sjónvarpsstöðva fjölda annarra landa, þar á meðal í Bretlandi, Belgíu og Bandaríkjunum.

Vilja ekki missa boltann

Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Skjásins, vildi ekki staðfesta að Skjárinn hefði boðið í enska boltann. Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, sagði í samtali við Við- skiptablaðið í síðustu viku að 365 miðlar ætli sér ekki að missa enska boltann frá sér. Eins og Viðskiptablaðið fjallaði um í síðustu viku reyndu forsvarsmenn 365 miðla að kaupa Skjá-inn fyrir stuttu en ekkert varð af þeim áætlunum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem 365 miðlar hafa sýnt slíkum kaupum áhuga en enn sem komið er hafa 365 miðlar ekki sannfært eigendur Skjásins að selja þeim félagið.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.