Rifrildi um hunda og önnur dýr verða sífellt algengari í fjölskyldulögmennsku. Nú þegar Ameríkanar eyða meiri pening í dýr heldur en nokkurn tímann áður og bíða með það að eignast börn hafa dýr öðlast hlutverk í menningunni og fjölskyldum sem lög eiga í erfiðleikum við að aðlaga sig að.

Í viðtali við The Daily Beast segir lögfræðingurinn Raoul Felder að í lögum er tekið tillit til dýra eins og hluta og þannig er ákveðið hver fær dýrið á svipaðan hátt og hver fær vasa. Lögfræðingurinn Jared Wood bætir við að í augum margra eru dýr eins og börn en þannig lítur héraðsdómur ekki á þau. Hann segir dómara vera mjög mismunandi þegar kemur að rifrildum um dýr. Dómarar sem kunna að meta dýr munu hlusta á vitnisburði og ákveða svo hvor aðilinn sé hæfari til að sjá um dýrið. Hins vegar segir Wood aðra dómara sem kunna ekki að meta dýr ákveða hvor fær forræði yfir dýrinu á sama hátt og hver fær að eiga húsgagn.

Kostaði sjö milljónir að fá hundinn aftur

Kelly Chang Rikert skilnaðarlögfræðingur segir bestu leiðina til að forðast forræðisdeilu yfir dýrum vera með því að gera einfaldlega kaupmála þar sem kemur fram hvor aðilinn átti dýrið fyrst og að sá aðili mun fara með forsjá dýrsins ef skilnaður ber að garði.

Forræðisdeila yfir dýrum getur verið ansi langt og kostnaðarsamt. Wood benti á dæmi um mann Craig Dershowitz sem eyddi 60.000 dollara, eða tæpum sjö milljónum íslenskra króna, í það að fá hundinn sinn Knuckles aftur tilbaka eftir skilnað við kærustu sína.