Allt bendir til þess að Time Warner's vilji kaupa Metro-Goldwin-Mayer Inc., en Sony gerði um 5 milljarða dollara tilboð í félagið í apríl sl. Í Financial Times segir í dag að Time Warner hafi boðið um 4,7 milljarða dollara í félagið en tilboð þeirra er þó talið vera mun einfaldara í sniðun en samkeppnisaðilans í Sony. Frá því í apríl hefur Sony reynt að semja við sína bakhjarla um fjármögnun á félaginu en seinagangur félagsins hefur laðað að Time Warner og jafnvel G.E. sem einnig sjá mikla möguleika í MGM.

Í Hálffimm fréttum KB banka er bent á að aukinn áhugi fjárfesta á MGM er m.a. út af verðmætu myndasafni félagsins en fyrirtækið hefur á undanförnum árum grætt á safninu sem inniheldur seríur eins og James Bond, Galdrakarlinn í OZ og Bleika Pardusinn. Þegar Sony setti fram tilboðið stóð illa á hjá helstu keppinautunum, en Time Warners var og er reyndar enn undir eftirliti SEC vegna bókhalds AOL og General Electric voru að klára yfirtöku á Vivendi. Nú hafa fyrirtækin hinsvegar bæði klárað hluta af sínum málum og geta beint augum sínum að MGM.

Hvernig sem málin þróast, má ætla að Sony sé enn næst því að klára samninga við MGM en það mun þó líklegast taka einhverjur vikur í viðbót segir í Hálffimm fréttum.

MGM er að mestu í eigu milljarðamæringsins Kirk Kerkorian sem á um 74% eignarhlut. Frá upphafi ársins 2003 hækkuðu bréf félagsins úr genginu 10 í 20 í maí sl. þegar þau lækkuðu niður í 12 eftir 8$ arðgreiðslu. Bréfin hafa hækkað um 5,5% í 12,8$ í NYSE eftir að fréttir um tilboð Time Warners bárust markaðsaðilum en talið er að Time Warner sé tilbúið að greiða um 13$ á hlutinn segir í Hálffimm fréttum.