Barnabætur munu hækka um 2,5 milljarð eða 30,3% samkvæmt nýjum úthlutunarreglum sem ríkisstjórnin hefur samþykkt og lagðar verða fyrir þingið á næstu dögum.

Á blaðamannafundi í morgun voru þessar nýju tillögur kynntar. Barnabætur hækka og tekjuskerðingarmörk verða hækkuð en Oddný segir þessi mörk sambærileg við þau mörk sem eru notuð í nýju húsnæðiskerfi sem er í vinnslu.