Á þessu ári verða greiddir út rúmir 8,4 milljarðar króna í barnabætur samanborið við 7,4 milljarða króna í fyrra sem er 12,7% aukning. Barnabætur voru hækkaðar um 3,2% frá fyrra ári og tekjuskerðingarmörk hækkuð um 29% frá fyrra ári. Þeim sem bótanna njóta fjölgar um 4,5% frá síðasta ári. Skerðingarhlutfall vegna tekna umfram skerðingarmörk hjá foreldrum með 1 barn voru lækkuð úr 3% í 2% í úthlutun bótanna í ár. Meðalbætur á hverja fjölskyldu hækka um 7,9%.

Fjórðungur allra barnabóta verður greiddur út 1. ágúst næst komandi, alls 2,1 milljarður en síðasti hluti þeirra verður greiddur út 1. nóvember, alls 2,5 milljarðar króna.