Skjárinn setti sjónvarpsþjónustuna SkjáKrakka í loftið fyrir viku síðan en heildarfjöldi af sóttu barnefni fyrstu vikuna fór yfir 150.000 á þeim tíma.

Tegund þjónustunnar er kallað Subscription VoD og er sambærileg þeirri sem Netflix veitir. Um er ræða þjónustu þar sem eitt mánaðargjald er greitt og hægt að horfa ótakmarkað á fjöldan allan af vönduðu talsettu barnaefni.

Athygli vekur að þáttaraðirnar um Skoppu og Skrítlu njóta mikilla vinsælda rétt eins og Latibær. Strumparnir slá alltaf í gegn og ásamt sígildum barnamyndum á borð við Bróðir minn Ljónshjarta.

Þjónustan hefur verið opin öllum undanfarna viku en hægt er að fá áskrift inn á skjarkrakkar.is.