Lindex Kids opnar 230 fermetra verslun í Kringlunni 2. nóvember næstkomandi. Hún verður í suðurhluta Kringlunnar þar sem Oasis var áður. Starfólki verður fjölgað og er gert ráð fyrir að þeir verði 65 eftir að verslunin opnar. Lindex er með eina verslun í Smáralind.

Í barnafataversluninni verða í boði ungbarna- og barnalína frá Lindex í stæðum 44 til 86 og 86 til 122. Þar verður m.a. lína hönnuð af Camillu Lundsten, höfundi Littlephant fyrir yngstu viðskiptavinina. Skandinavískar línur eins og Moomin og FIX munu einnig koma við sögu en þær vörur eru að stórum hluta framleiddar með Sustainable Choice-aðferðinni úr vottaðri lífrænni bómull og á umhverfisvænan hátt, að því er segir í tilkynningu.

Haft er eftir Göran Bille, forstjóra Lindex, að fyrirtækið hafi náð góðum árangri með að bjóða tískufatnað á hagkvæmu verði.