Engar eignir fundust upp í rúmlega 12,2 milljóna króna kröfur þrotabús Barnavagnsins ehf í Garði á Reykjanesi. Barnavagninn framleiddi barnamat úr íslensku hráefni, ávöxtum og grænmeti á borð við rófur, gulrætur, bönunum, döðlum kartöflum og fleiru.

Fyrirtækið Barnavagninn var stofnað í október árið 2010. Það var úrskurðað gjaldþrota í héraðsdómi Reykjaness 17. janúar á þessu ári. Skiptum lauk 2. apríl síðastliðinn. Fram kemur í  Lögbirtingablaðinu í dag að ekkert hafi fengist upp í lýstar kröfur auk auk áfallinna vaxta og kostnaðar eftir úrskurðardag gjaldþrotaskipta. Fram kemur í ársuppgjöri Barnavagnsins að fyrirtækið hafi tapað tæpum 18,7 milljónum króna árið 2011. Eignir námu rúmum 4,5 milljónum króna. Skuldir námu 12,8 milljónum króna. Þar af námu viðskiptaskuldir 11,8 milljónum. Bókfært eigið fé fyrirtækisins var neikvætt um rúmar 8,2 milljónir í lok árs 2011.

Ekki náðist í Hauk Magnússon, framkvæmdastjóra og meirihlutaeiganda Barnavagnsins.