Bókaverslanakeðjan Barnes & Noble hækkaði um 15% sama dag og það birti frétt um tap upp á 57 milljónir Bandaríkjadala á fyrsta ársfjórðungi. Jákvæðu fréttirnar voru þær að tapið var minna en í fyrra og að salan hefði aukist um 2% milli ára. Söluaukninguna má alfarið rekja til rafbókarinnar Nook og sölu annarra stafrænna vara. Barnes & Noble telur að vöxturinn í hagnaði af sölu stafrænna vara komi til með að vera meiri en kostnaðurinn sem verður til við að þróa söluleiðir þessara nýju vara. Að auki telur Barnes & Noble að salan eigi eftir að aukast á árinu um 150 til 200 milljónir Bandaríkjadala vegna gjaldþrots Borders en salan á árinu er áætluð 7,4 milljarðar Bandaríkjadala.