Apple er ennþá ráðandi á auglýsingamarkaði fyrir spjaldtölvur með iPad tölvuna, ef miðað er við það hversu oft auglýsingar birtast á spjaldtölvum, en það þykir nokkuð áreiðanleg aðferð við að bera saman notkun á mismunandi tölvum.

Auglýsinganetið Chitika Ad birtir reglulega upplýsingar sem þessar og í í vikunni 4.-10. júní birtust 91% auglýsinga á iPad spjaldtölvum, sem þó er lækkun um 3,5 prósentustig frá því í maí.

Næsta tölva á eftir iPad er Galaxy Tab frá Samsung, með 1,7% markaðsstöðu.

Áhugavert er hins vegar að Nook lestrartölvan frá Barnes & Noble tók í þessari könnun fram úr Kindle Fire tölvunni frá Amazon.