Bandaríska lyfjafyrirtækið Barr Pharmaceuticals hefur trú á því að 2,3 milljarða dollara (173 milljarðar króna) kauptilboði í Pliva verði tekið, þrátt fyrir að keppinauturinn Actavis hafi tryggt sér rúmlega 20% hlut í króatíska félaginu.

Barr segir fyrirtækið einungis hafa áhuga á að ná 50% eignarhlut í Pliva og að fyrirtækið hafi ekki áhyggjur af því hverjir eru minnihlutaeigendur hlutafjárs í félaginu.

Actavis hefur hækkað kauptilboð sitt í Pliva eftir að stjórn fyrirtækisins mælti með að taka kauptilboði Barr, en bandaríska fyrirtækið hækkaði tilboð í kjölfarið. Actavis vinnur nú að fjandsamlegri yfirtöku og hefur verið að auka við eignarhlut sinn jafnt og þétt.

Kauptilboð Barr hljóðar upp á 743 króatískar kúnur á hlut en tilboð Actavis nemur 723 kúnum á hlut.