Stuðningur við verndarstefnu í alþjóðaviðskiptum fer vaxandi innan Evrópusambandsins (ESB), jafnvel á meðal stjórnmálaafla sem hingað til hafa verið öflugir málsvarar markaðsfrelsis. Þetta kemur fram í viðtali Financial Times við Jose Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar ESB.

Barroso útilokar að ESB muni koma á fót einhvers konar sameiginlegu fjármálaeftirliti til að bregðast við umrótinu á fjármálamörkuðum frá því í sumar, enda þótt hann viðurkenni að í sumum tilfellum hafi skort á reglugerðarverkið í kringum starfsemi fjármálamarkaða. Fljótfærnisleg viðbrögð til þess að laga það ástand myndi hins vegar gera fleira slæmt heldur en gott, segir Barroso.