Málverk eftir bandaríska listamanninn Jean-Michael Basquiat seldist á 110,5 milljónir dala á uppboði í New York.

Kaupandinn er Yusaku Maezawa, 41 árs japanskur frumkvöðull sem hefur auðgast í tískugeiranum.

Yusaku keypti annað verk eftir Basquiat fyrir ári, fyrir um helming þess sem hann greiddi fyrir nýjasta verkið.

Málverkið er nú dýrasta verk eftir listamann frá New York, einnig hefur aldrei neinn greitt meira en 100 milljónir fyrir listaverk sem var gert eftir árið 1980.

Jean-Michael Basquiat er fæddur í New York árið 1960, en hann lést árið 1988 á vinnustofu sinni sökum heróínneyslu.