Breska tóbaksfyrirtækið British American Tobacco (BAT) er að skoða 11,7 milljarða evra tilboð í spænsk-franska tóbaksfyrirtækið Altadis, samkvæmt því sem fram kemur í frétt á spænska fréttavefnum El Confidencial í gær. BAT á að hafa sett sig í samband við bandaríska fjárfestingarbankann Citigroup og spænska lögfræðifyrirtækið Uria & Menendez um að vinna fyrir sig skýrslu varðandi hugsanlegt tilboð í Altadis.

Hlutabréf í Altadis hafa sveiflast nokkuð undanfarna mánuði sökum orðróms um að það gæti hugsanlega verið yfirtekið.