Mervyn King, bankastjóri Englandsbanka, segir að verðbólga í Bretlandi verði áfram „óþægilega há“. Í nýrri hagvaxtarspá bankans er gert ráð fyrir hærri verðbólgu en áður og hægari efnahagsbata.

King, Mervyn
King, Mervyn
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)

Mervyn King

King sagði að verðbólga verði áfram hærri en 2% verðbólgumarkmið bankans. Töluverðar líkur séu á að verðbólga verði allt að 5% síðar á árinu, ef hrávöruverð helst hátt.

Bankinn tilkynnti um óbreytta stýrivexti í síðustu viku, en þeir eru 0,5 prósentur. Í frétt Bloomberg segir að bankinn velji þar að styðja við vöxt efnahagsins í stað þess að berjast við hækkandi verðbólgu.